Húnabyggð
Grafísk hönnun
Unnið sjálfstætt 2022
3ja sæti af 50 tillögum
Graphic design
Independent work 2022
3rd place out of 50 propsals
VERKEFNIÐ
Tillaga að byggðamerki fyrir Húnabyggð, sameinað sveitarfélag Blönduóss og Húnavatnshrepps. Tillagan endaði í 3ja sæti af 50 innsendingum. Fyrir verkefnið heimsótti ég svæðið og talaði við heimamenn til að fá góða tilfinningu fyrir því hvað einkenndi sveitarfélagið í dag.
A propsal for a coat of arms for Húnabyggð, the new municipality of the joined Blönduós and Húnavatnshreppur, which ended up in third place out of 50. For my proposal I visited the area and talked to locals in order to get a good feel of what characterised the municipality today.
Ég ákvað fara ekki hina hefðbundnu og augljósu leið að myndlýsa húna heldur að setja frekar í forgrunn þau dýr og landslagsmyndir sem einkenna svæðið í dag.
Húnabyggð er mikið landbúnaðarsvæði og þar er mikill sauðfjár- og hestabúskapur. Þá er þar að finna miklar laxveiði ár.
Sveitarfélagið samanstendur af löngum dölum sem miklar laxveiði ár renna í gegnum, þ.á.m. Blanda. Vestast í byggðinni eru hinir frægu Vatnsdalshólar. Svæðið er einnig ríkt af landnámssögum.
Í tillögunni má greina hest- og ærhöfuð sem saman mynda dal sem á flæðir um og umbreytist í lax. Yfir dalnum skín sólin, enda framtíð þessa svæðis björt. Út úr merkinu má einnig greina vatn (t.d. Húnavatn eða Hópið.) og vestar í merkinu hugsa sér Vatnsdalshóla í eyrum hestsins.
Húnabyggð er mjög grænt og gróið landbúnaðarsvæði svo sá litur var valinn fyrir merkið.
I decided to deviate from the tradition of illustrating cubs, that haven’t been seen in the area for ages and illustrates instead the animals that characterise the area today.
Húnabyggð is an agricultural area and is rich in sheep and horses. There you can also find the countries most popular salmonstreams.
The municipality consists of long walleys with streams flowing through them, one of being Blanda. In the west you have the famous Vatnsdalshólar. The are is rich in sagas from the settlement times.
In the proposal a horse’s and sheep’s head together form a walley with a river flowing through that transforms into a salmon. You can see the sun shining over the walley, a lake and even the Vatnsdalshills in the horses ears.
Húnabyggð is a very verdant agricultural area so green was the most appropriate color for the coat of arms.
Frétt um kosningu milli 4ja tillaga sem dómnefnd valdi.